Blóm

  • kvenfelag banner1
  • kvenfelag banner2
  • kvenfelag banner3

Húsfreyjan

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið tímaritið Húsfreyjuna út frá því árið 1949.
Húsfreyjan er jákvætt og hvetjandi tímarit, og jafnframt hluti af íslenskri kvennamenningu og sögu.

Tímaritið kemur út fjórum sinnum á ári og er einkum selt í áskrift en einnig í lausasölu í bókaverslunum. Í Húsfreyjunni eru m.a. efnismikil viðtöl þar sem rætt er við einhverjar þeirra fjölmörgu íslensku kvenna sem hafa skipt sköpum í íslensku samfélagi á einn eða annan hátt. Fréttir af starfi íslenskra kvenfélagskvenna. Nýjar og áhugaverðar mataruppskriftir og fjölbreyttur handavinnuþáttur. Fræðslugreinar frá Leiðbeiningarstöð heimilanna. Ýmiskonar fræðslupistlar um heilsu og lífsstíl, góð ráð og krossgáta, svo nokkuð sé nefnt.

Húsfreyjan er vandað tímarit gefið út af  kvenfélagskonum á Íslandi fyrir konur sem geta lesið íslensku. Ársáskrift kostar aðeins 4900 krónur.  Blaðið í lausasölu kostar 1595 kr.

Viljir þú bætast í hóp ánægðra áskrifenda, eða gefa áskrift að Húsfreyjunni, snúðu þér þá til skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands netfang: husfreyjan@kvenfelag.is  
sími: 5517044